Hlutabréf héldu áfram að lækka í Asíu í dag.

MSCI Asia Pacific vísitalan lækkaði um 2,8% í dag. Hún hefur nú lækkað um 11% í vikunni og ekki verið lægri í síðan í nóvember 2006. Að mati Bloomberg fréttaveitunnar er frekari óróa á bandarískum mörkuðum kennt um lækkunina.

Þá lækkaði fjármálahlutinn innan vísitölunnar um 3,6% og hefur lækkað um 7,9% í vikunni.

Nikkei vísitalan lækkaði um 3,3% og hefur lækkað um 6% í vikunni. Þá lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan íl Ástralíu um 3,2% og verður það að teljast mikil lækkun á einum degi.