Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag eftir sveiflur yfir daginn. Orkufyrirtæki lækkuðu þar sem olíuverð lækkaði þrátt fyrir aðgerðir OPEC til að draga úr framleiðslu.

Í Japan náði raftækjaframleiðandinn Panasonic samkomulagi við Goldman Sachs, Daiwa Securities og Sumitomo Mitsui um kaup á meirihluta í raftækjaframleiðandanum Sanyo, að því er segir í frétt MarketWatch. Þetta verður stærsta yfirtaka rafeindafyrirtækis á öðru rafeindafyrirtæki í Japan.

Hlutabréfavísitalan DJ Asia-Pacific hækkaði um 0,4%. Nikkei í Japan hækkaði um 0,6%, úrvalsvísitalan í Sjanghæ um 2% og í Tævan um 1%. Í Hong Kong lækkaði Hang Seng um 0,9%.