Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag eftir mikla hækkun á Wall Street í gær. Hækkunin var mikil framan af en svo dró úr henni þegar fjárfestar sneru sér aftur að hefðbundnum áhyggjum af niðursveiflu í heiminum, að því er segir í frétt MarketWatch.

DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 1%, Nikkei í Japan um 1,8% og Hang Seng í Hong Kong um 4,4%, en úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði um 0,7%.

Hlutabréf í Evrópu hafa lækkað í fyrstu viðskiptum í dag. Euronext 100 hefur lækkað um 0,6%.