Hlutabréf í Asíu hækkuðu um rúm 2% í dag samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Útflytjendur í Japan styrktust vegna veikingar jensins. Að sögn WSJ hækkuðu hlutabréfin í Asíu í framhaldi af sveiflukenndum viðskiptum í Bandaríkjunum, en þar enduðu hlutabréf fyrir ofan núllið eftir að þingið útfærði 825 milljarða dala stuðning við hagkerfið.

Í Japan hækkaði Nikkei um 2,6%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng um 0,3% og í Sjanghæ hækkaði úrvalsvísitalan um 1,8%.

Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað um 1,7% í fyrstu viðskiptum samkvæmt Euronext 100 vísitölunni.