Vikan byrjar sæmileg í Asíu en á þeim stöðum sem opið var í dag hækkuðu hlutabréfamarkaðir.

Að sögn Bloomberg hafa yfirvöld í Suður Kóreu undirbúið björgunaraðgerðir fyrir fjármálakerfið þar í landi auk þess sem Seðlabanki Indland lækkaði stýrivexti sína fyrir helgi.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 5,5% í dag en í Japan eru markaðir lokaðir vegna frídags þar í landi. Að sögn Bloomberg voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins.

Vísitalan hefur þó lækkað um 54% á þessu ári og ekki verið lægri frá því í janúar árið 1995.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 2,7%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 4% en í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan hins vegar um 0,8% og var eina hlutabréfavísitalan í stærri hagkerfunum í Asíu sem lækkaði í dag.

Í Suður Kóreu hækkaði Kospi vísitalan um 1,4% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 5,1%.