Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og leiddu fjármálafyrirtæki og útflytjendur rafeindatækja hækkanirnar. Ástæður hækkananna eru vangaveltur um að bankar í Bandaríkjunum muni koma í veg fyrir að tap vegna undirmálslána hafi frekari áhrif á lánsfjármarkaði og hagvöxt í heiminum, segir Bloomberg fréttaveitan.

Í Japan hækkuðu hlutabréf um 3,1%, í Tævan um 2,2% og að meðaltali var hækkunin í Suðaustur-Asíu 1,7%, samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Hlutabréf í Sjanghæ í Kína lækkuðu hins vegar um 3,5% og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf óverulega.