Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í dag og hafa ekki verið hærri í tvær vikur, að sögn Bloomberg. Áhyggjur munu nú vera minni en áður af því að bankar tilkynni um frekari töp tengd undirmálslánum auk þess sem hærra verð á málmum lyfti fyrirtækjum í auðlindageiranum.

Í Japan hækkaði markaðurinn um 0,9%, í Hong Kong um 2,5% og í Sjanghæ í Kína um 2,1%. Að meðaltali var hækkunin í Suðaustur Asíu um 1,4%.