Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu þriðja daginn í röð í dag um 0,1%-0,2% eftir því hvaða vísitala er skoðuð. Stefnuleysi var á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í dag í kjölfar nýrra hagtalna. Sala á nýju íbúðarhúsnæði jókst lítillega í október en ástæðan var sú að tölur fyrri mánaðar voru endurskoðaðar til lækkunar. Sala á nýju íbúðarhúsnæði í október var 23,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Meðalverð á nýju íbúðarhúsnæði lækkaði um 0,3% á milli ára, en miðgildi verðs á nýju húsnæði lækkaði um 13%, að því er fram kemur í frétt WSJ.

Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var endurskoðaður og hækkaði við það um heila prósentu í 4,9%. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu hefur hagkerfið vaxið hraðar en búist hafði verið við á þessu ári, en minni framleiðni hefur dregið úr möguleikum á hagvexti á næstu árum.