Hlutabréf hækkuðu annan daginn í röð í dag í Bandaríkjunum. Ein af ástæðum hækkunarinnar er talin vera gott uppgjör Apple, að því er fram kemur í Wall Street Journal. Þá jókst hagnaður AT&T mikið sem einnig mun hafa haft jákvæð áhrif. Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði mest, um 1,65%, S&P 500 hækkaði um 0,9% og Dow Jones um 0,8%.

Amazon birti uppgjör sitt rétt í þessu eftir lokun markaða í Bandaríkjunum og fjórfaldaðist hagnaður þess með mikilli söluaukningu. Sala fyrirtækisins nam 3,3 mö.USD á síðasta fjórðungi. Nýjasta bókin um Harry Potter er meðal þess sem seldist best, en 2,5 milljónir eintaka seldust af bókinni á fjórðungnum.