Hlutabréf hækkuðu á flestum mörkuðum í Evrópu í dag og hækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 0,7%.

Vísitalan hefur engu að síður lækkað um 10% í júní að sögn Reuters fréttastofunnar.

Hækkandi olíuverð heldur olíufélögum á borð við BP, Shell og Total uppi en þessi félög hækkuðu á bilinu 2,4 – 3,2% á mörkuðum í dag.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,7%, í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,9% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1,4%.

Í Amsterdam og í Frankfurt stóðu AEX og DAX vísitölurnar í stað.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMCS vísitalan um 0,3% og í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 0,4%. Í Noregi hækkaði OBX vísitalan hins vegar um 0,7%.