Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag þrátt fyrir fréttir af afskriftum UBS og Deutsche Bank.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 3,2% í dag og hefur ekki verið hærri frá því í lok febrúar. Vísitalan hefur þó lækkað um 14% á árinu að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þannig hækkaði UBS einna mest í dag en félagið hækkaði um 12% á mörkuðum. Deutsche Bank hækkaði um 3,9% í dag.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 2,6%, DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 2,8% og AEX vísitalan í Amsterdam um 2,5%. Þá hækkaði CAC 40 vísitalan í París hækkað um 3,4%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,4% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 1,9%.

Þá hækkuðu símaframleiðendurnir Nokia um 7,3% og Ericsson um 4,6% en lyfjaframleiðslufyrirtækin AstraZeneca um 6,9% og GlaxoSmithKline um 4,6%.

Fyrr í vikunni hafði J.P. Morgan lækkað mat sitt á lyfjafyrirtækjunum en hækkaði matið aftur í dag á AstraZeneca.