Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í dag í fyrsta sinn á þessu ári. Mest var hækkunin hjá félögum í málmiðnaði í kjölfar hækkunar á kopar.

Hækkum námufyrirtækjanna BHP Billiton og Anglo American í dag var næg til að vinna upp góðan hluta lækkunarinnar síðustu daga.

Vísitölur voru flesta grænar í kjölfar hækkananna. FTSE í London fór upp um 0,35, DAX í Þýskalandi hækkaði um 0,4% og CAC í Frakklandi hækkaði um 0,8% en IBEX á Spáni lúsaðist upp um 0,02%.