Hlutabréf hækkuðu í kauphöllum Evrópu í dag. Í Bretlandi nam hækkunin 0,7%, sem er svipað og í Frakklandi. Í Þýskalandi nam hækkunin 0,5% og sömu sögu er að segja um úrvalsvísitölu Norðurlandanna, OMXN40.

Í WSJ kemur fram að hækkun koparnámufyrirtækja hafi vegið á móti lækkun ferðaþjónustufyrirtækja og veikleika á neytendamarkaði í álfunni.