Hlutabréf hækkuðu í Japan en lækkuðu annars víða í Asíu og Eyjaálfu. DJ Asia-Pacific vísitalan hækkaði um 1,2%, úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði um 1,8% en Nikkei 225 í Japan hækkaði um 1,5%.

Bandaríkjadalur hækkaði gagnvart jeni. Hann er nú 98,72 jen og hefur ekki verið sterkari frá því í byrjun nóvember sl. Þetta stafar af vaxandi áhyggjum af efnahagslífi japans, segir í frétt WSJ.