Hlutabréfamarkaðurinn í London hóf vikuna vel enda anda fjárfestar léttareftir að olíuverð lækkaði niður yfir 60 dollara á tunnuna. Þá hafði gott gengi hlutabréfa á Wall Street á föstudag einnig jákvæð áhrif á hlutabréfaverð í London.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,4% þegar markaðurinn opnaði. Mest hækkuðu hlutabréf Vodafone eða um 1,4%

Oliuverð hefur aftur lækkað eftir að ljóst varð að fellibylurinn Dennis myndi ekki valda eyðileggingu á olíuborpöllum og -hreinsunarstöðvum á Mexíkóflóa. Brent háolía fór niður í 58,2 dollara tunnan í London eftir að hafa farið yfir 60 dollara á föstudag.