Hlutabréf hafa hækkað örlítið í Evrópu í morgun og hafa lyfjaframleiðendur verið þar fremstir í flokki að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkaðu m 0,1% í morgun. Þá hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkað um 0,25%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,3% og AEX vísitalan í Amsterdam um 0,15%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,1% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,2%.

Fyrr í vikunni lækkuðu lyfjaframleiðendur töluvert eftir að greiningadeild Morgan Stanley sagði þau ofmetin í verði á mörkuðum. Viðmælandi Reuters sagði lyfjaframleiðendur vanmetna á mörkuðum, þeir ættu mikið fjármagn milli handanna, hefðu ekki fjárfesta í undirmálalánum og fjármagn þeirra væri nokkuð vel tryggt.