Hlutabréfamarkaðir í Evrópu byrja daginn á miklum hækkunum. Þegar þetta er ritað laus fyrir klukkan hálf níu hefur norræna vísitalan OMXN40 hækkað um rúmlega 2%, FTSE100 í London hefur hækkað um 1,3%, Dax í Þýskalandi um 2,4% og CAC40 í Frakklandi um 1,5%.

Þessi hækkun fylgir í kjölfar mikillar hækkunar í Asíu, þeirrar mestu á einum degi frá árinu 2002, eins og vb.is greindi frá fyrr í morgun.