Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag en hækkunina má einkum rekja til orkufyrirtækja sem hafa hækkað í verði vegna mikilla kulda á meginlandi Evrópu.

Vísitalan Stoxx Europe 600 hækkaði um 0,8% í dag, FTSE-vísitalan hækkaði um 0,5% og DAX um 1%. Þá hækkaði CAC-40 vísitalan í kauphöllinni í París einnig um 1%.

Ekki eru þó öll félög sem sjá hlutabréfaverðið hækka vegna veðursins og voru tölur ferða- og flutningafyrirtækja rauðar í dag.