Fjárfestar á Wall Street sýndu ánægju sína í dag með rekstrarárangur Merrill Lynch og IBM. Hlutabréf þessara fyrirtækja hafa drifið áfram hækkun Dow Jones vísitölunnar.

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað það sem af er dags. Dow Jones um 0,8%, S&P 500 um 0,7% og Nasdaq vísitalan um tæp 1%.

Hlutabréf IBM hafa hækkað um 3,3% og er hluturinn nú í 84,54 dollurum. Bréf í Merrill Lynch hafa hækkað litlu minna eða um 3% og eru hluturinn á 58,36 dollara.

Hlutabréf í Yahoo og Intel hafa einnig hækkað nokkuð en fyrirtækin munu birta afkomu annars ársfjórðungs á morgun, miðvikudag. En aðra sögu er að segja af Hewlett Packard. Bréf fyrirtækisins hafa lækkað um 0,3% en HP hefur ákveðið að grípa til róttækra aðhaldsaðgerða og uppskurðar á rekstrinum sem meðal annars felur í sér uppsögn 10% starfsmanna sem erum liðlega 150 þúsund.