Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir styrkingu dollars. Dow Jones hækkaði um 0,51% á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,54% og S&P 500 um 0,49%. Lækkun olíuverðs að undanförnu hefur létt á áhyggjum fjárfesta um að orkuverð muni draga mikið úr hagnaði fyrirtækja og einkaneyslu.

Styrking dollars í gær virtist minnka áhyggjur um að erlendir fjárfestar muni færa eignir frá Bandaríkjunum segir í Morgunkorni Íslandsbanka.