Hart virðist í ári hjá fatarisunum H&M og Zöru um þessar mundir, en gengi hlutabréfa beggja fyrirtækjanna hafa lækkað talsvert að undanförnu. Móðurfélag Zöru, Inditex SA, tilkynnti í dag að hagnaður fyrirtækisins hefur ekki verið minni í átta ár. Svipaða sögu má segja um H&M en samdráttur var á sölu fyrirtækisins á fyrstu mánuðum ársins. Bloomberg gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Talsverð aukning er á því að neytendur kjósi frekar að versli föt sín á netinu, auk þess hefur aukin samkeppni þau áhrif að verð á fötum hafa lækkað talsvert og hærra framleiðsluverð þýðir að hagnaður fatabúðanna minnkar.

Gengi hlutabréfa H&M hafa fallið um 5,1% í kauphöllinni í Stokkhólmi síðastliðna þrjá mánuði. Gengi hlutabréfa Zöru hafa sömuleiðis lækkað um allt að 2,7% síðan i desember, sem endurspeglar bága stöðu fyrirtækisins.