Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lokaði nánast í sama gildi og hann opnaði í morgun eftir hækkun framan af degi. Samkvæmt Reuters komu upp efasemdir þegar leið á daginn um að hægt yrði að koma í veg fyrir frekari skaða á húsnæðismarkaði með því að afnema fjárfestingaþak hjá tveimur af stærstu íbúðafjárfestingafélögum Bandaríkjanna, Freddie Mac og Fannie Mae.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,07%, S&P 500 lækkaði um 0,09% og Nasdaq hækkaði um 0,37%.