Hlutabréf í Airbus hafa fallið um 3,1% í kauphöllinni í París eftir að fréttir bárust af því núna áðan að Airbus A320 flugvél Germanwings hefði brotlent í frönsku ölpunum. Bloomberg greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Lufthansa, sem er móðurfélag Germanwings, hafi fallið um 3,9% á markaði í Frankfurt.

Talið er að 142 farþegar hafi verið um borð í flugvélinni ásamt sex manna áhöfn. Óttast er að enginn hafi lifað af slysið.