Apple tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði selt færri iPhones snjallsima á síðasta ári en búist hafði verið við. Enn fremur var tilkynnt að tekjur fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi þessa árs gætu minnkað. Þetta olli því að hlutabréf lækkuðu um 7,8% á markaði í gær.

Þessar niðurstöður benda til þess að samkeppni á snjallsímamarkaði sé enn að aukast. Apple hefur hingað til einbeitt sér að framleiðslu hágæða snjallsíma. Þrátt fyrir það er eftirspurn að aukast eftir ódýrari snjallsímum, einkum í þróunarríkjum. Apple tekur hins vegar ekki þátt í að svara þeirri eftirspurn.

„Markmið okkar hefur alltaf verið að gera þann besta en ekki þá flestu,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple, á blaðamannafundi með sérfræðingum i gær.

Rétt er þó að taka fram að jafnvel þótt sala á fyrsta fjórðungi rekstrarárs Apple, sem lýkur 28. desember, hafi verið minni en búist var við þá seldust engu að síður 51 milljón síma. Það er 7% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Wall Street Journal greindi frá.