Hlutabréf í Asíu tóku við sér í dag og hafa ekki hækkað jafn mikið í fimm vikur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar. Þá telur fréttaveitan að hækkun á yfirtökutilboði J.P. Morgan bankans á Bear Stearns sé helsta ástæðan fyrir hækkuninni.

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 3% og hefur ekki hækkað jafn mikið frá því um miðjan febrúar. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 2,1% og S&P/SAX 200 í Ástralíu hækkaði um 3,7%.

Mesta hækkunin varð þó í Hong Kong þar sem Hang Seng vísitalan hækkaði um 5,1%.