Hlutabréf héldu áfram að hækka í Asíu í dag en MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 2,8% og hefur ekki verið hærri frá því í lok febrúar að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þá hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,6%, Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,2% og ástralska S&P 200 vísitalan um 3,1%. Þá hækkuðu markaðir í Singapúr um 1,5%.

Það voru bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins. Þannig hækkaði National Australia í Ástralíu um 6,2% og japanski bankinn Mitsubishi um 3,5% svo dæmi séu tekin.

Þó hækkaði þungavélaframleiðandinn Caterpillar um heild 13% eftir að hafa staðfest söluaukningu á árinu um 15%.