Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og hafa ekki verið hærri í tvo mánuði að sögn Bloomberg fréttaveitunnar sem segir að „því versta sé lokið“ og á þar við lausafjárvandann og vandræði bandarískra fjármálafyrirtækja vegna undirmálslánakrísunnar.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 1,6% og hefur ekki verið hærri frá 14.janúar eða 151,8 stig.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 2%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,9%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 2,5% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 um 2%.