Hækkun varð á hlutabréfum í Asíu í dag fjórða daginn í röð og hafa þau ekki verið hærri í tvær vikur. Toyota Motor Corp. leiddi hækkunina í kjölfar þess að félagið hækkaði söluspá sína fyrir næsta ár.

Hækkun Toyota hafi mikil áhrif til hækkunar á vísitölum í Asíu. Hækkun skipasmíðafyrirtækið STX er sú mesta í mánuð og kom í framhaldi af kaupum félagsins á olíulindum í Evrópu.

TOPIX vísitalan í Tókýó hækkað um 0,8% og NIKKEI 225 um 0,6%. HANG SENG í Hong Kong hækkaði um 1,8% og CSI í Kína um 0,9%.