Hlutabréf hækkuðu örlítið í Asíu í dag en Nikkei vísitalan hækkaði um 0,3%. Minni neysla í Bandaríkjunum hafði töluverð áhrif á framleiðendur í Asíu samkvæmt Reuters fréttastofunni og þá helst bíla- og tölvuframleiðendur.

Hlutabréf stóðu í stað í Singapúr og í Taiwan lækkuðu bréf um 0,3%. Í Ástralíu hækkuðu hlutabréf um 0,4% og í Hong Kong var hækkun upp á 0,25%.