Í kjölfar mikilla lækkunar á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á föstudag lækkuðu bréf í mörkuðum í Asíu og nágrenni í nótt.

Talið er að fjárfestar séu að vænta þess að það dragi úr aðgerðum seðlabanka út um allan heim til að örva hagkerfið, sem ýtt hefur undir verð á hlutabréfum.

Hræddir við stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu, sérstaklega í minna þróuðum mörkuðum, eru sérstaklega viðkvæm fyrir því að stýrivextir í Bandaríkjunum verði hækkaðir, sem myndi þýða að fjármagn myndi flæða þangað í stað þess að vera í minna þróuðum mörkuðum.

Sumir markaðsaðilar segja þó að sterkur hagvöxtur og möguleikinn á að tekjur vaxi í Asíu muni draga úr slíkum fjármagnsflutningum.

Eftir mestu lækkun hlutabréfa í Bandaríkjunum síðan þau tóku skarpa dýfu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu lækkuðu bréf í Ástralíu en þau hafa haldist stöðug í allt sumar.

Þróun helstu hlutabréfavísitalna á svæðinu:

  • Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 1,73%
  • Kospi vísitalan í Kóreu lækkaði um 2,28%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 1,18%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 3,24%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan lækkaði um 1,83%
  • FTSE China A50 vísitalan lækkaði um 1,45%
  • S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 2,24%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði um 2,55%