Hlutabréfamarkaðir í Asíu lækkuðu í dag, þriðja daginn í röð og Nikkei vísitalan í Japan hefur ekki verið lægri í fjóra mánuði, að sögn Reuters, en Nikkei lækkaði um 1,5%.

Bréf fjármálafyrirtækja lækkuðu þar sem fjárfestar höfðu áhyggjur af bönkum í Evrópu. Auk þess urðu áhyggjur af skuldamálum til að lækka gengi fasteignafélaga.

DJ Asia-Pacific vísitalan lækkaði um 0,8% í dag. Markaðurinn í Sjanghæ lækkaði mikið, eða um 4,7%, en í Hong Kong lyftust hlutabréf um rúmlega hálft prósent.

Gengi hlutabréfa í Evrópu hefur lítið breyst í upphafi viðskipta.