Vísitölur lækkuðu í Asíu í dag í kjölfar lækkandi verðs á hlutabréfum. Hagnaður Kookmin banka reyndist undir væntingum og hagnaður Baodhan Iron & Steel Co minnkað á síðasta ársfjórðungi í fyrsta skiptið í rúmt ár.

Takeda Pharmaceutical Co., stærsti lyfjaframleiðandi í Asíu, tók nokkra dýfu í dag og hafa hlutabréf í fyrirtækinu ekki lækkað eins mikið á einum degi í 20 ár. Lækkunin kom í kjölfar yfirlýsingar um að tafir hefðu orðið við þróun á nýjum lyfjum.

Hlutabréf í Torhiba lækkuðu einnig í dag þrátt fyrir yfirlýsingu um aukin hagnað.

Samkvæmt nýjum tölum hefur atvinnuleysi í Japan aukist annan mánuðinn í röð og mælist nú um 4%.