Hlutabréf á Bandaríkjunum hafa ekki verið lægri í þrjá mánuði, en lækkun varð í dag í kjölfar hækkunar olíuverðs. Auk þess sögðu greiningaraðilar að eftirspurn eftir raftækjum kunni að minnka.

Hlutabréf General Motors, stærsta bílaframleiðanda í heimi, lækkuðu um 6,1% og hlutabréf Ford lækkuðu um 8,4%.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 2,3%. Dow Jones lækkaði um 1,8% og Standard & Poor´s lækkaði um 1,9%.

Olíuverð hækkaði í dag um 2% og kostar tunnan nú 134,6 Bandaríkjadali.