Bank of America við Times Square í New York.
Bank of America við Times Square í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hlutabréfaverð í Bank of America, einum stærsta banka Bandaríkjanna, er komið undir 6 dollara á hlut, í fyrsta sinn síðan í fjármálakrísunni. Wall Street Journal greinir frá falli hlutabréfanna í dag.

Hlutabréf bankans féllu mest allra á þriðja ársfjórðungi í ár. Lækkun í dag nemur um 2,5% og hafa ekki verið lægri síðan í mars 2009.