Danska hlutabréfavísitalan C20 hefur lækkað um 2,69% frá opnun markaða í Kaupmannahöfn í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað meira í eitt og hálft ár, eða frá 11. febrúar 2013.

Börsen segir að ástæða falls hlutabréfana sé aðallega innflutningsbann Rússa á danskar vörur, m.a. matvæli.

Einnig hafi loftárásir Bandaríkjmanna í Írak áhrif, en Obama Bandaríkjaforseti heimilaði aðgerðirnar í nótt.

Er þetta annan daginn í röð sem C20 vísitalan lækkar snarpt. Í gær nam lækkunin um 1,5%.