Gengi hlutabréfa easyJet lækkaði í dag eftir að Merrill Lynch ráðlagði fjárfestum að hafa varan á því félagið væri óbeint í tengslum við bankakerfið á Íslandi, segir greiningardeild Landsbankans.

Það er, að sögn Merrill Lynch, viðkvæmt um þessar mundir.

Landsbankinn og Kaupþing eiga meirihluta bréfa í FL Group sem ræður yfir 16,5% af EasyJet.