Hlutabréf í evrópskum flugfélögum, og öðrum félögum tengdum ferðamennsku hafa hríðfallið við opnun markaða í Evrópu. Air France hefur lækkað um 5%, eignarhaldsfélag British Airways, IAG hefur fallið um 3,4 og franska hótelkeðjan Accor lækkaði meira en 6%. Hlutabréf í rekstrarfélagi flugvallanna í kringum París, Charles de Gaulle og Orly lækkuðu einnig um 5%. Lækkun hlutabréfa náði einnig út fyrir Frakkland en hlutabréfaverð í Easyjet og Ryanair féll um 3%.

Lækkun hlutabréfa er rakin til hryðjuverkanna í París um helgina, en þetta er í fyrsta sinn sem að markaðir opna eftir árásirnar.

Ferðamannaiðnaðurinn nemur um 7,5% af landsframleiðslu Frakklands en líkur eru taldar á því að árásirnar gætu haft töluverð áhrif á iðnaðinn. BBC greinir frá.