Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað lítillega í viðskiptum dagsins en verðhrun var á Evrópumörkuðum í gær .

Það sem af er degi hefur FTSE 100 í London hækkað um 0,48%. Þýska Dax hefur hækkað um 0,52%, CAC í Frakklandi hefur hækkað um 0,05% og Stoxx 600 hefur hækkað um 0,41%.

Miklar lækkanir gærdagsins komu í kjölfar mikilla lækkana í Kína, en markaðir þar í landin höfðu lækkað um 5% á fyrstu 10 mínútum viðskipta, þá var lokað fyrir viðskipti í 15 mínútur. Mörkuðum var endanlega lokað 30 mínútum eftir opnun en þá höfðu markaðir lækkað um 7%. Fjármálaeftirlit Kína hefur nú afnumið þessa reglu um að kauphallir loki við miklar lækkanir.