Hlutabréf héldu áfram að lækka í Evrópu í dag fjórða daginn í röð en slíkt hefur ekki gerst síðan í júlí síðast liðinn. Lækkunin var mest meðal fjármálafyrirtækja, smásöluverslana og fyrirtækja í málmiðnaði.

Credit Suisse hélt áfram að lækka og lækkun Xstrata er sú mesta í nokkrar vikur. Marks & Spencer og Sainsbury lækkuðu einnig í kjölfar áhyggna um að jólasalan hjá þeim hafi verið dræmari en vonir stóðu til.

FTSE í London lækkaði um 0,2% en DAX í Þýskalandi og CAC í Frakklandi hækkuðu báðar um 0,1%. IBEX á Spáni hækkaði um 0,4%