Hlutabréf í Asíu og Evrópu hafa hækkað lítillega það sem af er degi en þessi hækkun er talin orsakast af væntingum fjárfesta vegna vísbendinga um að bandaríska hagkerfið sé að tapa skriðþunga . Reuters greinir frá.

Föstudaginn sl. kom út skýrsla bandarísku vinnumálastofnunarinnar en samkvæmt henni er fjölgun starfa er minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skýrslan hefur rennt stoðum undir væntingar fjárfesta að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé of viðkvæmur til að stýrivextir verði hækkaðir á næstu mánuðum.