Hlutabréf í Evrópu hafa staðið í stað það sem af er morgni. Bankar og fjármálafyrirtæki hafa þó lækkað í morgun. UBS bankinn hefur lækkað um 2,8%, HSBC um 1,3% og RBS um 2%.

Líkt og gerðist í Asíu í morgun eru það hrávörur sem halda markaði jöfnum fyrirtæki í hrávöruframleiðslu, svo sem námu-, olíu- og önnur framleiðslufyrirtæki hafa hækkað í dag.

FTSEurofirst 300 vísitalan stendur í stað í 1.317,84 stigum eftir að hafa hækkað um 1,2% í gær.

Þá hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkað um 0,1%, DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 0,3% og AEX vísitalan í Amsterdam hækkað um 0,15% Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn OMXC vísitalan lækkað um 0,3% en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,5%.