Þrátt fyrir að auglýsingatekjur og hagnaður samfélagsmiðilsins Facebook hafi aukist mikið og staða fyrirtækisins sé góð lækkuðu hlutabréf um tæp tíu prósent eftir að uppgjör fyrir þriðja árshluta var birt.

Ástæðuna má að hluta til rekja til símafundar sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, átti með fjárfestum eftir uppgjörið. Þar ræddi hann um framtíðarsýn sína fyrir fyrirtækið. Hann talaði um nýleg kaup fyrirtækisins á WhatsApp og sýndarveruleikafyrirtækinu Oculus VR. Samkvæmt frétt New York Times var eftir því tekið að Zuckerberg hafi ekki einu sinni minnst á hagnað.

Þá hefur verið greint frá því að útgjöld fyrirtækisins gætu hækkað um allt að 75% á næsta ári til þess að fylgja eftir framtíðarsýn Zuckerbergs. Einnig er búist við því að hægist á vexti fyrirtækisins.