Hlutabréf í Facebook fóru yfir 45 dali í gær og hafa aldrei verið hærri í verði. Hlutabréfin hækkuðu um 3,3% í gær. Ástæða hækkunarinnar er sú að merki eru um að fljótt muni tekjur Facebook af í farsíma verða jafnmiklar og tekur af Facebook í PC.

Þegar Facebook var fyrst skráð á markað var það skráð á 38 dali. Samdægurs fór það upp í 45 dali en lækkaði svo niður í 34 dali. Sú lækkun olli miklum vonbrigðum.

Vonbrigðin héldu svo áfram og í september fyrir ári síðan var hlutabréfaverðið komið undir 17,73 dalir. Allt frá þeim tíma hefur leiðin legið upp á við, einkum vegna breytinga sem gerðar hafa verið á auglýsingum.

Frá því í júlí síðastliðnum hefur hlutabréfaverð í Facebook hækkað um 60%.

Telegraph sagði frá.