Hlutabréf í stærstu bandarísku flugfélögunum lækkuðu um fjögur til sex prósent í dag vegna ótta við að ebóla muni draga úr flugferðum. Þetta gerðist í kjölfar frétta af hjúkrunarfræðingi sem ferðaðist með Frontier Airlines frá Cleveland til Dallas á mánudag og kom svo í ljós að er smitaður af ebólu.

Frontier Airlines hefur greint frá því að heilbrigðisyfirvöld leiti nú 132 farþega í fluginu. Þeir sem verða eftir viðtöl taldir vera í hættu um að hafa smitast af veirunni verða svo undir eftirliti.