Hlutabréf í hrávörurisanum Glencore hækkuðu um 21% í gær við lokun markaða í London. Þegar mest var þá höfðu bréf í fyrirtækinu hækkað um 70% innan dags í viðskiptum í Hong Kong.

Hlutabréf í Glencore hafa lækkað mikið undanfarið, m.a. um næstum þriðjung þann 28. september, en hækkanirnar í gær komu í kjölfar greiningarskýrslu óháðra hlutabréfagreinenda.

Hlutabréf í Glencore féllu aftur um það bil 7% á fyrstu 15 mínútunum eftir opnun markaða í dag en hafa jafnað sig það sem af er degi.