Hluta­bréf í Hamp­iðjunni lækkuðu um 2,99% á First North markaðnum í dag en fé­lagið fer ekki á aðal­markað fyrr en á föstu­daginn. Síðasta sölu­verð var 130 krónur.

Hluta­bréf í Marel, Kviku, Reitum, Eik og Brim lækkuðu öll um tæp­lega tvö prósent í kaup­höllinni í dag. Reitir fast­eigna­fé­lag lækkaði um 1,92%, Eik fast­eigna­fé­lag um 1,89%, Kvika fór niður um 1,87% og Brim um 1,72%.

Marel hélt á­fram að lækka og hefur hluta­bréfa virði fé­lagsins lækkað um 28,08% á einu ári.

Solid Clouds og Play hækkuðu mest í dag en Solid Clouds hækkaði um 4,35%. Flug­fé­lagið Play birti far­þega­tölur maí­mánaðar í morgun og tók kipp í kjöl­farið. Hluta­bréf í fé­laginu fóru hæst í 10,4 krónur en dagsloka­gengið var 10,1 krónur.

Dags­breyting hjá Play endaði í 4,12% eftir að hafa hækkað um 7% við opnun markaðar.

Heildar­velta á markaði var um tveir milljarðar króna í 233 við­skiptum.