Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll um 5% í dag og var 28.942 stig við lokun markaða. Lækkunin stafar af því að forsætisráðherra Kína er talinn hafa efasemdir um áætlanir sem uppi hafa verið um að leyfa fjárfestum á meginlandinu að fjárfesta í hlutabréfum sem skráð eru á markaði í Hong Kong.  Verði kínverskum fjárfestum leyft að fjárfesta í Hong Kong er reiknað með að milljarðar bandaríkjadala flæði inn á markaðinn, að því er segir í frétt WSJ.

Verð á mörkuðum í Asíu lækkaði yfirleitt í dag þar sem fjárfesta héldu að sér höndum vegna frétta um mannabreytinga hjá Citigroup.