*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. nóvember 2011 10:27

Hlutabréf Icelandair Group hækka flugið

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur hækkað lítillega frá því hópur fjárfesta keypti 10% hlut Framtakssjóðsins í félaginu í gær.

Ritstjórn
Birkir Hólm Guðnason er framkvæmdastjóri flugfélagsins Icelandair.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 0,73% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni og stendur gengið í 5,44 krónum á hlut. Til samanburðar keyptu fjárfestar í gær 10% hlut Framtakssjóðs Íslands í félaginu á genginu 5,42 krónur á hlut.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,11% í gær.

Úrvalsvísitalan hefur lítillega hreyfst í byrjun dags, lækkar um 0,07% og stendur hún í 903,18 stigum.