Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur hæst farið í 4,12 frá því að útboðinu lauk með skráningu nýrra hluta 6. janúar sl.  Útboðsgengið var 2,5 en markaðsgengið hefur síðan þá lægst farið í 3,09. Þá hafði ekki verið búið að semja um markaðsvakt með bréfin og því lítil viðskipti með bréf í félaginu.

Gengið  hefur lækkað nokkuð síðustu vikuna, eða um 3,9% í rúmlega 127 milljóna króna viðskiptum.  Fjöldi viðskipta á tímabilinu var 51. Lækkun í dag var 1,74% og er gengi bréfanna í lok dags 3,95.