Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan stóð í 19.254 stigum við lokun markaða þar ytra í dag og er það í fyrsta skipti sem vísitalan fer yfir 19 þúsund stig frá árinu 2000. BBC News greinir frá þessu.

Vísitalan hækkaði um 1,9% frá opnun markaða. Ástæðu hækkunarinnar má einkum rekja til veikara jens, sem kemur sér vil fyrir útflutningsfyrirtækin þar sem vörur þeirra verða ódýrari erlendis. Bandaríkjadalur styrktist um 0,16% gagnvart jeninu í dag.

Hlutabréf tæknifyrirtækisins Fanuc hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 14%.